• 12+ years
    • 2-11 years
    • 0-23 months

Welcome to Terramarina Beach

Terramarina Beach Hótel Terramarina er 4**** gisting staðsett við ströndina í La Pineda. Í næsta nágrenni við hótelið eru verslanir og veitingastaðir. Hótelið er fallega innréttað með 102 herbergjum. Í bakgarði hótelsins er falleg verönd þar sem aðgengi að ströndinni er einnig. Lítill garður er við hótelið með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. Huggulegur veitingastaður og bar er á hótelinu. Herbergin eru fallega innréttuð með svölum, loftkælingu, síma, mini bar og öryggishólfi. Hægt er að bóka delux herbergi sem taka 3 eða Junior suite sem geta hámark tekið 2 börn og 2 fullorðna. Frítt þráðlaust net er á hótelinu. Hjólaleiga er staðsett fyrir utan hótelið.
Hótel Terramarina er einstaklega gott hótel fyrir þá sem kjósa rólegheit við ströndina.