• 12+ years
    • 2-11 years
    • 0-23 months

Welcome to Best Maritim

Best Maritim Best Maritim er 3*** stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina mitt á milli Cambrills og Salou sem eru aðeins í 5 mín akstursfjarlægð frá hótelinu. Í næsta nágrenni eru verslanir og veitingastaðir.
Í garði hótelsins eru tvær sundlaugar, þar af ein barnalaug, sólbekkir, sólhlífar og sundlaugabar. Vatnaleikfimi er á Best Maritim auk líkamsræktarstöðvar, blakvallar, jóga aðstöðu, borðtennis og pílukast. Heilsulind er á hótelinu og er hægt að panta hárgreiðslu, nudd- og snyrtimeðferðir gegn auka gjaldi.
Skemmtidagskrá er í boði fyrir börn og fullorðna á daginn og kvöldin auk þess sem leikvöllur er fyrir yngri kynslóðina.
Hlaðborðsveitingasalur er á Best Maritim auk snakkbars. Setusvæði er við barinn þar sem íþróttaleikir eru gjarnan sýndir.
Herbergin eru með loftræstingu frá 1.júní-30.sept., flatskjá, ísskáp, hárþurrku, svölum með húsgögnum og eru herbergin þrifin daglega. Öryggishólf fæst leigt gegn auka gjaldi en þráðlaust internet er frítt á öllu hótelinu.
Herbergin taka mest 3 fullorðna eða 2 fullorðna og 1 barn.