• 12+ years
    • 2-11 years
    • 0-23 months

Welcome to Palm Beach hotel

Palm Beach hotel Magic Aqua Monika Holidays er mjög flott og fjölskylduvænt 3*** hótel á Benidorm. Aðeins 6 mínútna ganga er að Poniente ströndinni. Verslanir og veitingastaðir eru í stuttu göngufæri frá hótelinu. 
Á Monika Holidays er stór sundlaug þar sem allir finna sér eitthvað við hæfi. Þar eru æðislegar vatnsrennibrautir fyrir yngri kynslóðina, heitur pottur, sundlaugabar í miðri sundlauginni og sólbekkir. Einnig er líkamsræktaraðstaða, minigolf, borðtennis, skvass, billjard og pílukast. Leiksvæði er fyrir börnin innan- og utandyra.
Tveir hlaðborðs veitingastaðir eru á hótelinu auk þess eru þrír barir og svo sundlaugabar. Skemmtidagskrá er á daginn og kvöldin fyrir unga sem aldna. 
Íbúðirnar á Monika Holidays eru stílhreinar og útbúnar öllum helstu þægindum, loftkælingu, eldhúsi með örbylgjuofni, ísskáp og helluborði. Gervihnattasjónvarp er á öllum herbergjum og frítt þráðlaust internet. Á svölum hótelsins eru borð og stólar.
Magic Aqua Monica Holidays er staðsett í 3ja km fjarlægð frá miðbæ Benidorm og svo eru golfvellirnir Real de Faula og Las Rejas í 5 mín akstursfjarlægð.